Fara í efni

HVAÐ ER AÐ GERAST Á IMRALI EYJU?

Kúrdaleiðtogi 2016
Kúrdaleiðtogi 2016

Abdullah Öcalan, leiðtogi tyrkneskra Kúrda var tekinn höndum í Nairobi árið 1999. Það var tyrkneska leyniþjónustan sem þar var að verki og naut aðstoðar bandarísku leniþjónustunnar CIA. Í kjölfarið var kveðinn upp duaðadómur yfir Öcalan en svo brá við að skömmu síðar var dauðarefsing afnumin í Tyrklandi og tengdist sú ákvörðun umdsókn Tyrkja um aðild að Evrópusambandinu. Fyrir bragðið hefur ekki verið unnt að framfylgja þessum dómi. Auk þess má ætla að aftaka Öcalans hefði kveikt ófriðarbál sem enginn hefði ráðið við að slökkva. Þessu gera yfirvöld sér án efa grein fyrir.  

Í tíu ár var Abdullah Öcalan eini fanginn í fangelsi á Imrali eyju í Marmarahafinu undan ströndum Tyklands.

Eftir 2009 var fangelsið notað fyrir fleiri einangrunarfanga. Nú berast fréttir af því að þessir fangar hafi verið fluttir til meginlandsins og Öcalan settur í algera einangrun. Fær enginn leyfi til að hafa við hann samband og hafa stðuningsmenn hans og fjölskylda af þessu þungar áhyggjur.

Árið 1978 var Ocalan einn af stofnendum   Verkamannaflokks Kúrdistan, PKK. Framan af hvatti flokkurinn til vopnaðrar baráttu og var það réttlætt í ljósi ofbeldis sem Kúrdar voru beittir, pólitískt, félagslega og menningarlega. Var þeim til dæmis bannað að tala tungumál sitt. Hef ég hitt marga Kúrda sem sátu í fangelsi fyrir það eitt að hafa orðið uppvísir af því að tala kúrdenskt mál!

Eftir því sem líður á nýja öld fara áherslur Öcalans að breytast og á mjög afgerandi hátt árið 2013. Í ávarpi til Kúrda það ár talar hann mjög eindregið fyrir friði: http://www.freeocalan.org/?p=531  

...og síðan aftur 2014. Varð ég sjálfur vitni af því þegar ávarp Öcalans var lesið upp á fjöldafundi í Diabakir: http://www.freeocalan.org/?p=699
Frásögn mín er hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-thjodhatid-i-kurdistan

Frá 2013 hafa bæði forysta Kúrda svo og tyrknesk stjórnvöld talað máli friðar eða þar til eftir þingkosningarnar í júní í fyrra. Þá missir Erdogan forseti þingmeirihluta sinn og lýðræðisbandalagið, HDP, þar sem Kúrdar eru áhrifaríkir kemst inn á þing með rúmlega 13% atkvæða. Þótti þá sýnt að friðarferlið skilaði sér í auknum stuðningi í kosningum. Við svo búið söðlar Erdogan forseti um og hefst nú ofsóknarherferð gegn Kúrdum sem hefur stigmaganst frá því hún hófst eftir að NATÓ gaf blessun sína og grænt ljós undir lok júlímánaðar. Þetta hafði þau áhrif að stuðningur við Kúrda í kosningum dalaði um tvö og hálft present og fór niður fyrir 11% í þingkosningunum í nóovember. Þær kosningar hafa reyndar verið harðelga gagnrýndar, m.a. af eftirlitsmönnum Evrópuráðsins og úrlsitin véfengd.

Neyðarkall hefur birst frá Kúrdabyggðunum í suð-austur hluta Tyrklands þar sem segir að um 200 þúsund manns hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín sbr, https://www.ogmundur.is/is/greinar/akall-kurda-um-hjalp-200000-a-flotta  

Í vikulokin var svo greint frá því að tyrkneskir þjóðernissinnar hefðu ráðist á skrifstofur HDP flokksins í Istanbúl og víðar í Tyrklandi. Lögreglan hefði horft á aðgerðarlaus en fréttir bárust einnig af handtökum forsvarsmanna Kúrda. Samhliða berast fréttir af landhernaði gegn Kúrdum og að tyrkneskir herflokkar hafi veitt sveitum Kúrda sem staðið hafa í baráttu við ISIS eftirför inn fyrir landamæri Íraks. Kúrdar eru byrjaðir að svara fyrir sig með árásum á tyrkneskar hersöðvar og urðu þær kveikjan að mótmælunum í Tyrklandi sem voru látin heita mótmæli gegn hryðjuverkum Kúrda! Viðurstyggielg flétta Erdogans er með öðrum orðum að ganga upp!
Þingmaður HDP af armenskum uppruna  Garo Paylan, sagði við fréttamann Reuters: "Það er verið að brjóta vonir okkar um friðsamlega sambúð".
Sjá frásögn BBC: http://www.bbc.com/news/world-europe-34193733

Samtímis öllu þessu berast fyrrgreindar fréttir frá Imrali eyju.

Það er ástæða til að baráttufólk fyrir mannréttindum fylgist vel með þróun mála í Tyrklandi og láti frá sér heyra Kúrdum til varnar:
http://www.freeocalan.org/?p=741