Fara í efni

HVERNIG SVARAR HANN MÁLFLUTNINGI STÓRÚTGERÐARINNAR?

Fáir menn á Íslandi hafa eins góða innsýn í íslenskan sjávarútveg frá sjónarhóli fiskkverkafólks og Aðalsteinn Baldursson, sjálfur fyrrverandi fiskvinnslumaður, nú formaður Framsýnar, verkalýðsfélagsins á Húsavík. Hann hefur verið í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðshreyfingar um áratugaskeið og þar í forsvari fyrir fiskverkafólk.
Það verður fróðlegt að heyra hvað talsmaður fiskverkafólks hefur að segja um kvótakerfið í þeirri mynd sem við nú þekkjum það, hver sé reynslan fyrir verkafólk og fyrir sjávarbyggðirnar og hver hsnn vilji að verði framtíðin? Aðalsteinn verður gestur minn í þættinum Kvótann heim kl. tólf á sunnudag.
Fleiri koma fram í þættinum og við heyrum rök stórútgerðarinnar þess efnis að á kvótann beri að líta sem eign hennar!
Þátturinn er hér klukkan 12 á hádegi sunnudag!: https://kvotannheim.is/