Í afmælisboði hjá hágé
06.11.2003
Helgi Guðmundsson rithöfundur með meiru varð nýlega sextugur. Ekki bauð hann til hefðbundins afmælisfagnaðar að þessu sinni. Hins vegar bauðst hann til að lesa fyrir okkur um hinn breyska en góðviljaða heimiliskött, Markús Árelíus. Bækurnar um Markús Árelíus las Helgi á sinni tíð í Ríkisútvarpinu en nú eru þær komnar út í nýrri útgáfu á geisladiskum. Þá er hægt að nálgast á helgi@aknet.is og ætla ég að leyfa mér að mæla með þeim. þegar þetta er slegið inn á tölvuna er ég að hlusta á lestur Helga í miklum notalegheitum og sannast sagna er þetta með betri sextugsafmælum!