Í ANDA MÓÐUR THERESU?
13.09.2009
Nú er ár liðið frá því bandaríska/fjölþjóðlega fjármálafyrirtækið Lehman Brothers varð gjaldþrota. Í snarhasti voru milljarðar fluttir frá London vestur um haf - til að bjarga verðmætum "heim". Í London var skrifstofum lokað og þúsundir misstu vinnu sína í höfuðborg Bretlands. Nokkrum dögum síðar hrundu útibú Landsbankans í Bretlandi - eða öllu heldur þeim var hrundið. Breska stjórnin ákvað að frysta allar eigur Landsbankans með hryðjuverkalögum. Hvers vegna hryðjuverkalög á Ísland en ekki Bandaríkin? Skrýtið? Kannski eitthvað með stærð og vald að gera?
Landsbankinn var ekki barnanna bestur. En skyldi Lehman Brothers hafa starfað í anda Hjálpræðishersins og móður Theresu?
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/09/13/ar_fra_falli_lehman_brothers/