Í BÍTIÐ Á BYLGJUNNI
Í morgun áttum við Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður, spjall í boði þeirra Heimis og Gulla í morgunútvarpi Bylgjunnar um orkupakka3 og markaðsvæðingu raforkunnar almennt.
Þorsteinn taldi markaðsvæðingu raforkunnar mikið framfaraspor, ég hins vegar að þar með væri stigið skref í afturhaldsátt. Hver er munurinn á raforku og annarri vöru, spurði Þorsteinn. Ég vildi ekki leggja að jöfnu marksvæðingu innviða samfélagsins á borð við rafmagn og vatn annras vegar og ýmsan varning sem væri til sölu í almennum búðum hins vegar.
Því færi mjög fjarri og kvaðst ég harma afstöðu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í þessu máli; hvort flokkurinn væri að segja skilið við "vinstri" og "grænt" í nafngift sinni. Eftir stæði þá "Hreyfingin framboð" með tilheyrandi skammstöfun.
Það væru ill skipti.
Hér er þátturinn: https://www.visir.is/k/d8e6b53c-33bd-44a8-809f-1aa952e3cf5d-1567500325536