Fara í efni

Í BÍTIÐ Á BYLGJUNNI UM KÚRDA EN GLEYMDI ISIS

Í morgun var ég gestur í morgunþætti Bylgjunnar hjá þeim Heimi og Gulla að fjalla um yfirvofandi árás Tyrkja á Kúrda í Rojava í norðanverðu Sýrlandi. Ég er staddur elendis þannig að samtalið fór fram í síma:

https://www.visir.is/k/5fc34071-57cf-432c-87bf-9fcebd643092-1570523126325

Einu gleymdi ég í samtalinu í morgun og það er að minnast á fasistahreyfinguna ISIS.

Í þann veginn sem Kúrdum er að takast að yfirbuga þá hreyfingu með því að fella hermenn hennar á vígvellinum eða hneppa þá í varðhald, þá hótar Tyrkland að skerast í leikinn.

Í ótrúlegri yfirlýsingu Trumps Bandaríkjaforseta kemur á meðal annars fram að Tyrkir muni framvegis taka ábyrgð á ISIS. Öllum sem vilja vita er hins vegar ljóst að öfgaöflin á þessum væng hafa verið undir verndarvæng Tyrkja, gegndu til dæmis lykihlutverki í Afrin eftir að tyrkneski herinn réðst þangað inn og hóf hreinsanir sínar þar. Í þeim hildarleik notuðu Tyrkir ISIS sem verkfæri sitt.

Hættan er sú að þegar tyrkneskur innrásarher opnar fangelsin í Rojava þá verður það gert til þess að bæta í verkfærakistu sína nýjum sveitum útfarinna stríðsglæpamanna og morðingja