Í BOÐI DYNKS
Í gærkvöldi átti ég stórskemmtilegan fund með félögum í Lionsklúbbnum Dynk á Skeiðum. Mér hafði verið boðið til þess að halda erindi um sjálfvalið efni sem endaði með því að verða eins konar blanda af frásögnum innan lands og utan.
Það sem mér þótti merkilegt var að hlusta á umræður þeirra Lionsfélaga um það hvernig þeir gætu látið gott af sér leiða í byggðinni. Tíundað var með viðurkenningarorðum hvað önnur samtök hefðu gert og þá ekki síst samtök kvenna.
Þetta minnti á hve miklvægu og uppbyggilegu hlutverki samtök á borð við þessi gegna í samfélaginu – þarna er eins konar stórfjölskylda að verki.
Á myndinni að ofan má sjá mig taka við félagsfána Dynks úr hendi formanns, Hlyns Árnasonar.
Af veggnum horfir til okkar gamli framsóknarforkólfurinn Eysteinn Jónsson en hann kom við sögu í erindi mínu.
Að neðan er hluti fundarmanna.
https://www.facebook.com/photo?fbid=947900634030774&set=pcb.947900770697427
https://www.facebook.com/dynkur
------------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.