Í MORGUNKAFFI HJÁ ODDNÝJU EIR
Oddný Eir Ævarsdóttir velti vöngum yfir því í morgunþætti sínum á Samstöðinni hvers vegna friður og friðartal þætti orðið ögrandi. Góð spurning!
Ég naut þess heiðurs í morgun að vera gestur hennar og segja frá nýafstaðinni heimsókn minni til Basúr, sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak.
Við spjölluðum saman dágóða stund og bundum það síðan fastmælum að framhald yrði á umrðæðu okkar síðar því sú pólitíska umræða sem fram fer í samfélagi Kúrda eigi um margt erindi langt út fyrir þeirra raðir og þá einnig til okkar hér norðurfrá.
Þáttur Oddnýjar Eirar frá í morgun er hér á youtube: https://www.youtube.com/watch?v=VTBBOWX9Bdc
Ég er þakklátur fjölmiðlafólki sem hefur sýnt þessum málefnum áhuga á undanförnum dögum. Ég hef áður nefnt umfjöllun Samstöðvarinnar, Bylgjunnar og Morgunblaðsins. Ótalið er þá Ríkisútvarpið en í vikunni bauð Valur Grettisson mér í spjall í eftirmiðdagsútvarpi RÚV: https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras2/2024-02-06/5305461
Hér að neðan er svo mynd sem ég tók á ferð minni i Basúr. Það var enn vetur þar - kalt á næturnar - en vorið að koma, það fundum við. En þessi blóm í Basúr voru vel lifandi. Ekki veit ég hvort þau voru nývöknuð eða hefðu aldrei sofnað.
Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda.