Fara í efni

Í NAFNI ORKUNNAR OKKAR

Nú líður að atkvæðagreiðslu um Orkupakka3 og er tilfinningin svipuð og í aðdraganda annarra pakka frá fyrri tíð, sem minna um sumt á þennan nýjasta, svo sem hlutafélagavæðing Símans, “sem aldrei átti að selja”, og ríkisbankanna h/f sem aðeins átti “að formbreyta, ekki selja.” Nú er að sögn á ferðinni smávægileg formbreyting á fyrirkomulagi orkumála sem engin áhrif hefur.

Ég hef gert nokkuð af því að koma á framfæri sjónarmiðum grasrótarsamtakanna, Orkunnar okkar. Þannig áttum við nokkur fulltrúar Oo, Frosti Sigurjónsson, Elínora Inga Sigurðaróttir og Styrmir Gunnarsson, fund í nýliðinni viku með Guðna Th. Jóhannessyni, froseta Íslands þar sem við skoruðum á hann að stðula að því að málið gengi til þjóðarinnar.
Í fyrramálið afhendum við þingforseta undirskriftir með áskorun til þingsins gegn O3.

Þá hef ég ásamt þeim Frosta Sigurjónssyni, Ingibjörgu Sverrisdóttur og Styrmi Gunnarssyni komið fram á geysifjölmernnum fundum á vegum Miðflokksins bæði í Reykjanesbæ og síðar á Selfossi þar sem fjallað var um málefnið en auk okkar, fyrrnefndra fulltrúa Orkunnar okkar, hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, erindi á fundunum.

Hér er mitt framlag á fundinum á Selfossi: https://youtu.be/xMP_ilomQ4A

www.kla.tv/14824

 Hér má nálgast fundinn allan: https://www.ogmundur.is/is/greinar/lofsvert-framtak-klagemauer-tv

 Hér er svo slóð á samræðu við mig á Útvarpi Sögu, mánudaginn 26. ágúst : https://utvarpsaga.is/thridji-orkupakkinn-virkjanir-vindmyllur-ogmundur-jonasson/