Fara í efni

Í VIÐTALI HJÁ ÁGÚSTI VALVES JÓHANNESSYNI

Ég hagfði gaman af því að ræða við Ágúst Valves Jóhannesson um verkalýðsmálin en viðtal sitt birti hann síðan á vef Samstöðvarinnar. Ágúst vildi vita hvort verkalýðshreyfingin væri lifandi eða dauð og fékk þau svör að það væri ýmist eða. Sem betur fer væri þar víða kraft að finna einkum hjá láglaunastéttunum. Barátta láglaunafólks væri öllu samfélaginu til góðs, taldi ég, kæmi í veg fyrir að stéttskipting og misrétti færðist enn í aukana með öllu því félagslega ranglæti sem því fylgdi.
Takk fyrir spjallið Ágúst. Þjóðfélagið þarf á stjórnmálafræðingum eins og þér að halda.
Viðtalið má nálgst hér: https://samstodin.is/2024/02/barattuandi-laglaunafolks-hefur-hleypt-nyju-lifi-i-verkalydshreyfinguna/ 

Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.