Fara í efni

JAÐRAR VIÐ SÖGUFÖLSUN Í LANDHELGISUMFJÖLLUN

Morgunblaðskálfurinn um sigur í landhelgismálinu jaðrar við að vera sögufölsun. Útfærsla auðlindalögsögunnar í 200 sjómílur var í takt við það sem búið að ná saman um í raun á hafréttarráðstefnunni í Caracas 1974 (sjá Hans G. Andersen: „Á víð og dreif. Hafréttarráðstefna Sameinuðu Þjóðanna.“) Sigur var þá þegar unninn. Sjálfstæðisflokkurinn þurfti hins vegar að laga ásýnd sína í landhelgismálinu og færði út í 200 mílur - áður en búið var að segja gjörið svo vel. Lúðvík Jósepsson gnæfir yfir aðra stjórnmálamenn þegar kemur að landhelgisdeilunum. Morgunblaðið fær því ekki breytt.
Hjörtur Hjartarson