JEFFREY D. SACHS KRYFUR HEIMSMÁLIN
Ræða Jeffrey D. Sachs hjá Evrópuþinginu hinn 19. febrúar síðastliðinn hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli.
Geoplitics of Peace var yfirskriftin, Friður í stjórnmálum á heimsvísu, var yfirskriftin en í ræðunni rekur hann mikilvæga þræði í alþjóðastjórnmálum á síðustu áratugum; þræði sem nauðsynlegt er að kunna skil á vilji maður skilja samtímann.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Jeffrey David Sachs bandarískur hagfræðiprófessor við Columbia háskólann í New York fyrrum forstöðumaður The Earth Institute, rannsóknarstofnun við Columbia þar sem viðfangsefnið er umhverfismál í víðum skilningi. Hann á að baki reynsluríkan feril sem ráðgjafi á sviði efnahags- og stjórnmála víðs vegar um heiminn.
Jeffrey D. Sachs er afkastamikill á ritvellinum og í seinni tíð hafa pistlar hans farið sem eldur í sinu á netinu og er óhætt að segja að hann sé einn áhrifamesti greinandi alþjóðastjórnmála sem nú er uppi.
Ég hef birt greinar greinar eftir Jeffrey D. Sachs hér á síðunni í dálkinum Frjálsir pennar. Það geri ég í samráði við höfundinn.
Slóð á fundinn í Evrópuþinginu þar sem Jeffrey Sachs flutti ræðu sína má nálgast hér svo og ritstýrða útfáfu hans á ræðunni og útskrift á umræðum í kjölfarið. Hér er einnig að finna fjölda gagnlegra tilvísana:
https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/the-geopolitics-of-peace-fridur-i-heimspolitikinni
----------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/