Fara í efni

JÓLABÓK ÓVENJU SNEMMA Á FERÐINNI (1)

Þegar í ljós kom að Rauði þráðurinn, nýútgefin bók sem hefur að geyma ýmsar endurminingar mínar ásamt vangaveltum um framtíðina, kæmi út í byrjun nýs árs urðu margir til að spyrja hvers konar bissnisvit þetta væri eiginlega. Í desember seldust bækur til jólagjafa en miklu síður í janúar!

Ég svaraði því til að þetta lýsti mikilli fyrirhyggju. Þessi fyrsta bók á árinu gæti að sjálfögðu átt eftir að verða jólabók, að vísu ekki bók síðustu jóla, heldur þeirra næstu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið fyrir jólin 2022.

Án grins þá er það svo að fyrsta sending Rauða þráðarins er komin í verslanir en er við það að seljast upp á fyrstu metrunum. Víða uppseld en sums staðar eru enn til eintök – að því að mér er sagt. Önnur sending er á leiðinni.

Ég mun greina frá framvindu mála hér á síðunni að sjálfsögðu.