JÓN KARL UM ÁHÆTTUHÓPA OG PÁSKAEGG NÚMER FJÖGUR
Þegar Jón Karl Stefánsson skrifar þá hlusta ég. Ekki vegna þess að hann tali sérlega hátt heldur vegna þess að hann á jafnan erindi við lesendur þegar hann skrifar.
Og erindið við okkur í grein sem hann nú birtir hér á síðunni er að honum finnst ekki vera hlustað sem skyldi á áhættuhópa og fólkið sem starfar á gólfinu í umræðu og aðgerðum gegn Kóvid.
Jón Karl fjallar sérstaklega um starfsfólk sem vinnur á stofnunum þar sem býr fólk sem glímir við einhvers konar fötlun eða hömlur. Starfsfólkið þar telst ekki til heilbrigðisstarfsmanna og stofnanirnar ekki heilbrigðistofnanir; þess vegna ofurseldar fálæti og gleymsku.
Þegar stjórnvöld á dögunum hrósuðu og umbunuðu heilbrigðisstarfsmönnum fyrir átakið gegn kovidveirunni hafi þessi hópur starfsfólks gleymst.
Reyndar ekki alveg, Reykjavíkurborg sendi þessum starfsmönnum sínum páskaegg í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. Eggið var í stærðarflokki 4.
Vanþakklæti? Nei, en á léttum nótum slær Jón Karl Stefánsson hér á alvöruþrungna stremgi.
HANN ER HÉR: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/jon-karl-stefansson-skrifar-sottvarnaradgerdir-vernda-ekki-ahaettuhopa