Fara í efni

KJARAKÖNNUN SFR: AUKIÐ MISRÉTTI

Á undanförnum dögum hefur SFR, Stéttarfélag í almannaþjónustu, stærsta aðildarfélag BSRB birt mjög svo merkilega kjarakönnun, sem viðsemjendur félagsins verða að gefa gaum að í komandi kjarasamningum. Könnunin sýnir þrennt. Í fyrsta lagi sýnir hún að launamunur er að aukast. Munurinn á efstu hópunum og hinum lægstu verður stöðugt meiri. Þetta þarf að leiðrétta og laga. Í öðru lagi staðfestir könnunin eina ferðina enn kynbundinn launamun. Honum þarf að útrýma. Í þriðja lagi sýnir könnunin að kjaramunur fer vaxandi á milli stétta innan hins opinbera annars vegar og á almennum markaði hins vegar. Að þessu þarf að hyggja í komandi kjarasamningum. HÉR er tengill á kjarakönnun SFR og HÉR er frétt Sjónvarpsins um könnunina.