KRAFTUR Í KRAGANUM
28.05.2010
Á kosningaskrifstofum VG í Kraganum hefur verið meira líf en í flestum kosningum fram til þessa. Þetta er mat „gamalla hunda" sem lengi hafa fylgst með kosningabaráttunni. Hvort þetta endurspeglar stuðning kjósenda við Vinstrihreyfinguna grænt framboð kemur fram á morgun þegar kjósendur ganga að kjörborðinu. Gengi „bestu flokkanna" endurspeglar mikla gagnrýni á stjórnmálin og þau vinnubrögð sem viðgangast þar.
Sú gagnrýni á rétt á sér. Það breytir ekki því að stjórnmálaflokkarnir eru fulltrúar mismunandi sjónarmiða sem þeir hrinda í framkvæmd ef þeir komast til valda og áhrifa. Gjörðir þeirra hafa raunveruleg áhrif á skipulag samfélagsins og þar með líf okkar. Það skiptir máli hvort hlúð er að almannaeignum eða þær seldar til tekjuöflunar fyrir fjárfesta. það skiptir máli hvort til áhrifa eru kosnir stjórnmálamenn sem leggja áherslu á atvinnu fyrir alla, jöfnuð og velferð eða þeir sem fyrst og fremst þjóna fjármagninu og handhöfum þess. Frasar? Nei, raunveruleiki sem nýlega var fjallað um í rannsóknarskýrslu Alþingis. það má læra af henni. Það má hafa hana í huga við kjörborðið á morgun.
http://www.vg.is/kjordaemi/alftanes
http://www.vg.is/kjordaemi/seltjarnarnes/
http://www.vg.is/kjordaemi/hafnarfjordur/
http://www.vg.is/kjordaemi/mosfellsbaer/