KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR MINNST
31.07.2016
Kristín Halldórsdóttir lést hinn 14. júlí síðasltiðinn og fór minningarathöfn fram 26. júlí. Eftirfarandi minningargrein mina birti Morgunblaðiði 30. júlí:
Það er mikil eftirsjá að Kristínu Halldórsdóttur, fyrrum alþingiskonu. Það er vandséð hvernig á að titla Kristínu því hún lét víða að sér kveða, í réttindabaráttu kvenna, í umhverfis- og náttúruverndarmálum og í stjórnmálum almennt. Hún sat á Alþingi um árabil og áttum við þar samleið um nokkurra ára skeið. Hún var í hópi þeirra sem stóðu að því að gera Vinstrihreyfinguna grænt framboð að pólitísku afli, í upphafi innan þingsalarins, reyndar áður en flokkurinn var formlega stofnaður og síðar sem starfsmaður og framkvæmdastjóri.
Naut hún mikils trausts enda réttsýn, skarpgreind og tilllögugóð, þægileg í umgengni, heiðarleg og hreinskiptin.
Í miklu uppáhaldi hjá mér er lítið rit, Skriftamál einsetumannsins,sem út kom snemma á síðustu öld. Það er eftir afa Kristínar, Sigurjón Friðjónsson. Kristín virðist mér um sumt hafa verið lík afa sínum. Hann gegndi þingmennsku um skeið, var heimspekilega þenkjandi og efasemdarmaður um trúrbrögð og þá sérstkalega hina veraldlegu umgjörð þeirra.
Eftirfarandi texti Sigurjóns, sem fjallar um velvildina og hverju hún fær áorkað ef að baki henni býr þolinmæði og staðfesta, minnir um margt á Kristínu: "Sólin vinnur ekki á ísunum, þegar hún byrjar að hækka á lofti. En þó fer svo að lokum, að þeir renna og verða að lífslindum sumarblómans. Líkt er því varið með kærleikann og mannssál, sem bundin er í klaka blindrar eigingirni. Stöðugir velvildargeislar vinna á þeim klaka að lokum og kenna manninum hvað lífið í fyllingu sinni er..."
Öllum þótti vænt um Kristínu Halldórsdóttur og mun velvildargeislanna sem frá henni stafaði verða sárt saknað. Minningin mun þó áfram ylja.
Fjölskyldu og öðrum aðstandendum sendi ég góðar kveðjur.
Það er mikil eftirsjá að Kristínu Halldórsdóttur, fyrrum alþingiskonu. Það er vandséð hvernig á að titla Kristínu því hún lét víða að sér kveða, í réttindabaráttu kvenna, í umhverfis- og náttúruverndarmálum og í stjórnmálum almennt. Hún sat á Alþingi um árabil og áttum við þar samleið um nokkurra ára skeið. Hún var í hópi þeirra sem stóðu að því að gera Vinstrihreyfinguna grænt framboð að pólitísku afli, í upphafi innan þingsalarins, reyndar áður en flokkurinn var formlega stofnaður og síðar sem starfsmaður og framkvæmdastjóri.
Naut hún mikils trausts enda réttsýn, skarpgreind og tilllögugóð, þægileg í umgengni, heiðarleg og hreinskiptin.
Í miklu uppáhaldi hjá mér er lítið rit, Skriftamál einsetumannsins,sem út kom snemma á síðustu öld. Það er eftir afa Kristínar, Sigurjón Friðjónsson. Kristín virðist mér um sumt hafa verið lík afa sínum. Hann gegndi þingmennsku um skeið, var heimspekilega þenkjandi og efasemdarmaður um trúrbrögð og þá sérstkalega hina veraldlegu umgjörð þeirra.
Eftirfarandi texti Sigurjóns, sem fjallar um velvildina og hverju hún fær áorkað ef að baki henni býr þolinmæði og staðfesta, minnir um margt á Kristínu: "Sólin vinnur ekki á ísunum, þegar hún byrjar að hækka á lofti. En þó fer svo að lokum, að þeir renna og verða að lífslindum sumarblómans. Líkt er því varið með kærleikann og mannssál, sem bundin er í klaka blindrar eigingirni. Stöðugir velvildargeislar vinna á þeim klaka að lokum og kenna manninum hvað lífið í fyllingu sinni er..."
Öllum þótti vænt um Kristínu Halldórsdóttur og mun velvildargeislanna sem frá henni stafaði verða sárt saknað. Minningin mun þó áfram ylja.
Fjölskyldu og öðrum aðstandendum sendi ég góðar kveðjur.