Kröftug sveitarstjórnarráðstefna VG
Um helgina hélt Vinstrihreyfingin grænt framboð ráðstefnu um sveitarstjórnarmál. Ráðstefnuna sóttu sveitarstjórnarmenn flokksins víðs vegar að af landinu, báru saman bækur sínar og lögðu á ráðin um framtíðina. Miklll einhugur var með mönnum og er mín tilfinning sú að VG sé að styrkja sig á sveitarstjórnarstiginu og muni flokkurnn koma mjög vel undirbúinn til næstu sveitarstjórnarkosninga. Á þessu stigi eru menn þó meira við hugann við starfið núna og hvernig flokkurinn geti látið gott af sér leiða á sem allra markvissastan hátt, ekki síst þar sem fulltrúar hans halda um stjórnartaumana. Á ráðstefnuna komu þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri sambandsins. Fjölluðu þeir m.a. um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Menn voru á einu máli um hve bráðnauðsynlegt væri að bæta fjárhag þeirra. Einn fundarmanna hafði á orði að ólíkt væri komið fyrir sveitarfélögum annars vegar og fjármálafyrirtækjum hins vegar. Sveitarfélgin bráðvantaði um 5 milljarða til að rétta sig af en það væri minni upphæð en bankarnir hver um sig sýndi í hagnað á hálfu ári. Fyrir fáeinum dögum kom fram í fréttum að greiningardeild Íslandsbanka gerði ráð fyrir að árshagnaður fjármálafyrirtækja á þessu ári verði hátt í 70 milljarðar króna. Bankarnir mala gullið, sem nú streymir til þeirra úr margvíslegu braski heima og heiman. Sveitarfélögin sem annast margvíslega grunnþjónustu, sem er lífsnauðsynleg fyrir ein