Kúgarar afhjúpaðir
Pistillinn birtist í Morgunpósti VG (vg.is/postur) 10.05.04
Í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag segir: „Þeir sem ruddu Saddam Hussein á brott í krafti þess að þar væri kúgari á ferð hafa verið afhjúpaðir fyrir ógeðsleg mannréttindabrot.“ Við hlið leiðarans er síðan grein eftir aðstoðarmann utanríkisráðherra, Björn Inga Hrafnsson, sem ber yfirskriftina: Allir eru bræður. Þar er fjallað um mannréttindasáttmála í sögulegu samhengi. Þar er bæði spurt og svarað: „En hvaða erindi eiga þessir samningar við okkar friðsömu þjóð? Svarið er að við berum, líkt og önnur ríki, ábyrgð þegar kemur að því að uppræta stríðsglæpi og önnur voðaverk sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir.“
Er málið alveg svona einfalt? Voru Íslendingar ekki einmitt í hópi hinna staðföstu ríkja, sem ruddu Saddam Hussein á brott? Íslenskir ráðamenn bera sig mannalega á mannamótum hjá NATÓ, taka þátt í hergagnaflutningum, lýsa stuðningi við h
Annars flytur fyrrnefndur leiðari Morgunblaðsins okkur nokkuð sérkennilega söguskoðun. Þar er minnt á að Bandaríkin hafi verið „forysturíki í heimsbyggðinni“ frá því fyrir miðja 20. öldina. Ekki telur leiðarhöfundur þetta stafa af ríkidæmi og h
Þetta minnir okkur á nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Írak, John Negroponte. Það dróst um hálft ár að skipa hann í embætti vegna þeirrar gagnrýni sem fram kom á meinta hlutdeild hans í mannréttindabrotum í Mið-Ameríku þegar hann var sendiherra lands síns í Hondúras á árunum 1981-85. Bandaríkjamenn þjálfuðu þá sérsveitir sem stunduðu mannrán, pyntingar og morð, bæði í Hondúras en þó aðallega í grannríkinu Nicaragua. Ekki minnist ég þess að þá hafi verið skrifaður leiðari í Morgunblaðið af því tagi sem birtist á laugardag „um siðferðilegan málstað Bandaríkjamanna“.
En að lokum þetta: AP fréttastofan hefur eftir þessum nýja sendiherra Bandaríkjanna í Írak, að áfram verði bandarískt herlið í Írak enda „sé íraski herinn lítt þjálfaður og illa vopnum búinn.“
Væri ekki verðugt viðfangsefni fyrir leiðarahöfund Morgunblaðsins og einnig aðstoðarmann utanríkisráðherra að tjá sig um þessar yfirlýsingar. Var ekki meginástæðan fyrir hernámi Íraks sú að heimsbyggðinni stæði ógn af þessum „lítt þjálfaða og illa vígbúna her“?