Fara í efni

LANDAKAUPAMÁLI EKKI LOKIÐ – VARLA HAFIÐ

Fyrir þingok voru samþykkt á Alþingi lög um landakaup. Margir standa í þeirri trú að þar með sé búið að girða fyrir að erlendir auðkýfingar kaupi upp land á Íslandi eða íslenskir auðmenn safni jörðum á sína hendi. Hvorugt er rétt. Málinu er ekki lokið, það er varla hafið þótt málpípur auðmanna reyni að þyrla upp moldviðri og þá einnig stjórnmálamenn sem gjarnan vilja gefa í skyn að nú séu þeir lausir allra mála. Svo er ekki og má ekki vera.
Þess vegna spyr ég í grein í Fréttablaðinu í dag hvenær næstu skref verði tekin.
Sjá grein: https://www.frettabladid.is/skodun/audmenn-eiga-ekki-ad-styra-landakaupaumraedunni/