Fara í efni

LÁTIÐ LIU XIAOBO LAUSAN!


Liu Xiaobo, handhafi friðarverðlauna Nóbels, situr í fangelsi í heimalandi sínu Kína. Hann er samviskufangi. Þúsundir og hundruð þúsunda sitja í fangelsi vegna skoðana sinna í Kína og víðs vegar um heiminn. Heimsbyggðin hefur staðnæmst við nafn Nóbelsverðlaunahafans því það er táknrænt fyrir alla hina sem grundvallarmannréttindi eru brotin á. Krafa um að leysa Liu Xiaobo úr haldi er því krafa um að mannréttindi séu virt. Skilaboðin til kínverskra stjórnvalda eru skýr:
LÁTIÐ LIU XIAOBO LAUSAN!