LÁTUM EKKI STELA VATNINU FRÁ OKKUR
Á vefsíðu Morgunblaðsins segir frá sölu á íslensku lindarvatni út fyrir landsteinana:
“Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur kínverski auðjöfurinn Jack Ma komið að viðskiptunum en hann byggði upp mikið viðskiptaveldi í gegnum vefsíðuna Alibaba.Jón segist aðspurður mundu fagna aðkomu Ma að fyrirtækinu enda geti það skipt sköpum.”
Allt gerist þetta fyrir framan nefið á steinsofandi stjórnvöldum sem virðast ekki gera sér grein fyrir að um er að ræða mestu framtíðarverðmæti jarðarinnar: hreint vatn. Enda held ég að umræddur Ma viti nákvæmlega hvað hann er að gera. Jón Ólafsson segir það geta skipt sköpum að fá erlendan billjónera að kaupunum. Það held ég að sé hárrétt, fyrir báða aðila, kaupendur og Íslendinga framtíðarinnar.
Það er dapurlegt hlutskipti þeirra sem nú sitja á Alþingi að þeirra verði minnst fyrir að hafa hvorki haft þor né dug til þess að standa vaktina í þágu almannahagsmuna.
Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi vatnsins hér á þessari síðu eins og sjá má ef farið er undir leitar-stækkunarglerið og spurt um vatn. Til dæmis hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/70-x-60-x-60-x-24-6048000
Og hér:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/getur-thad-verid-2