Fara í efni

LEKAMÁL Á OPNUM FUNDI STJÓRNSKIPUNAR- OG EFTIRLITSNEFNDAR ALÞINGIS

Lekinn 23.1.2015
Lekinn 23.1.2015

Umboðsmaður Alþingis hefur nú kynnt niðurstöður sínar í svokölluðu lekamáli sem í haust leiddi til afsagnar innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Umboðsmaður hefur haft málið til rannsóknar frá því í júlílok í sumar og hefur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis haldið að sér höndum á meðan rannsókn hans hefur staðið yfir. Áður hafði verið fært til bókar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að málið væri alvarlegt og hlyti að koma til kasta nefndarinnar.

Á fundi sínum í gær ákvað Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að rita fyrrverandi ráðherra bréf og og bjóða henni að mæta á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir sýn sinni á þetta mál og svara spurningum þingmanna varðandi fullyrðingar sem fram hafa komið á Alþingi um málið af hennar hálfu.

Hér er slóð á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem gerð var grein fyrir málinu: http://www.althingi.is/altext/upptokur/nefndafundur/?faerslunr=33

Ísland í dag: http://www.visir.is/section/MEDIA99&katid=57

Spegill RÚV: http://www.ruv.is/frett/umbodsmadur-lokar-lekamalinu