Fara í efni

LIGGUR LÍFIÐ Á

Náttúrupassinn Ólafs 2 rétt
Náttúrupassinn Ólafs 2 rétt

Ég hef stundum sagt frá manni sem segist eiga Dettifoss og Kröflu með meiru. Hann hefur skrifað greinar í blöð sem ég hef vitnað nokkuð í. Þetta er sá ágæti maður Ólafur Jónsson. Hann er áhugamaður og ákafamaður um gjaldtöku við náttúruperlur.
Nú liggur honum lífið á. Svo mikið að hann hefur gert allt klárt fyrir gjaldtöku við Dettifoss, á Kröflusvæðinu og víðar. Svona lítur framtíðarlén Ólafs út, náttúrugjald.is. Byrjunin á kvótavæðingu náttúrunnar. Vandinn er hins vegar sá fyrir Ólaf og félaga að svona vill fólk ekki hafa þetta. Þessum tilraunum til markaðsvæðingar náttúrunnar verður hrundið.