List gegn stríði
26.03.2003
List gegn stríði er yfirskrift baráttufundar sem haldinn verður í Austurbæ við Snorrabraut fimmtudaginn 27. mars kl. 20.00. Það er Átak gegn stríði með stuðningi heildarsamtaka launafólks sem standa að baráttufundinum.
Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ flytja ávörp á fundinum auk þess sem eftirtaldir koma fram: Páll Óskar, Elísabet Jökulsdóttir, Bjarni Bernharður, Erpur Eyvindarson, Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir, Magga Stína, Einar Kárason, Þorsteinn frá Hamri, Bubbi Morthens, Ingibjörg Haraldsdóttir, Afródanshópurinn Bassicolo Þorvaldur Þorvaldsson og Elías Davíðsson.