Fara í efni

LÚÐVÍK OG LANDHELGIN

Sæll Ögmundur!
Í vikunni fylgdi "kálfur" Morgunblaðinu sem fjallaði um baráttu þjóðarinnar í landhelgismálunum. Það vakti athygli mína að með ótrúlegum hætti var í þessu blaði skautað framhjá þátttöku manna eins og Lúðvíks Jósepssonar í þessu máli. Þessi þögn um hans hlut er þeim mun athyglisverðari nú þegar hlerunarmálin eru í deiglunni. Þar boða stjórnarflokkarnir "hlutlausa rannsókn fagaðila". Skyldi svipað hlutleysi verða uppá teningnum í þeirri umfjöllun?
Guðmundur Brynjólfsson

Þakka þér kærlega fyrir bréfið Guðmundur. Þetta er rétt athugað enda sáum við ástæðu til þess í dag á Alþingi að krefjast aðkomu allra þingflokka að rannsókn á hlerunarmálinu, þannig að hún væri ekki einvörðungu á forræði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ekki hef ég trú á að fulltrúar þeirra flokka hafi verið hleraðir, enda ætíð hollir Nató!
Kveðja,
Ögmundur