Meiri áhugi á stjórum á RÚV og Mogga en forsætisráðherra?
Í lesendabréfri frá Ólínu í dag er því haldið fram að aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi sýnt meiri áhuga á því að ræða við ritstjóra Morgunblaðsins og fréttatstjóra RÚV en forsætisráðherra Íslands í nýafstaðinni heimsókn. Í bréfinu segir m.a. eftirfarandi: ” Þegar svo haft er í huga að aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem hér gerði stuttan stans og átti enn styttri fund með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, en notaði hálfa aðra klukkustund til að tala máli bandaríkjastjórnar við þá Styrmi Gunnarsson og Boga Ágústsson, sem enginn hefur kosið til eins eða neins, er þá ekki niðurlæging forsætisráðherra landsins fullkomnuð Ögmundur?” Það er þó ekki þetta sem er meginmálið í lesendabréfi Ólínu heldur útlegging á skrifum Björns Bjarnasonar. Ég hvet lesendur til að kynna sér málið.