MINNIR ÓÞÆGILEGA Á NASISMANN
Í Þýskalandi nasismans var framinn einhver hrikalegasti glæpur mannkynssögunnar. Fórnarlömbin voru gyðingar, sem voru ofsóttir og myrtir milljónum saman – haldið í fangabúðum og sendir í gasklefa til slátrunar. Í aðdragandanum voru þeir látnir gjalda kynþáttar síns og trúar, sviptir eignum sínum og öllum mannréttindum. Gyðingagettóin, þar sem gyðingar voru lokaðir inni, aðgreindir frá öðrum manneskjum, niðurlægðir og kúgaðir á alla lund eru okkur flestum ofarlega í huga og mega aldrei gleymast. Eftir að nasisminn hafði verið brotinn á bak aftur spurðu menn hvernig þetta hafi getað gerst. Spurt var:
Þessi spurning brennur á vörum þeirra sem fara nú með opin augun um Palestínu.
Í dag fórum við ferðafélagarnir, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Borgþór Kjærnested, fulltrúi félagsins Ísland Palestína, ásamt undirrituðum til
Myndirnir eru teknar í bæjarhverfi Palestínumanna; hverfi sem er sérstakt um margt. Árið 1979 hófu strangtrúaðir gyðingar landrán í borginni. Þeir höfðu sama hátt á og annars staðar, fluttu fyrst inn gáma sem þeir bjuggu í, reistu síðan hús á hæstu hæðinni í borginni og hófu að því búnu skipulegar ofsóknir á hendur nágrönnum sínum.
Til þessa nutu þeir dyggilegrar aðstoðar ísraelska hersins.
Áður voru 300 börn og unglingar í skólanum. Nú eru nemendur 90 talsins.
Smám saman er hverfið að tæmast. Fallegt íbúðarhús við skólalóðina sem sést hér að ofan var yfirgefið ásamt öllu innbúi. Íbúarnir þoldu ekki álagið.
Undir hæðinni beint undir íbúðum aðkomu Zíonistanna voru áður stræti með blómlegum markaði.
Eitt lítið dæmi, en þó stórt í daglegu lífi fólks, um ofbeldið er aðkoman að skólanum í þessu hverfi. Fyrr á tíð gengu börnin upp steyptar tröppur. Þar hefur nú verið komið fyrir gaddavír sem enginn fer yfir. Í þrjátíu metra fjarlægð frá þessum tröppum eru gamlar hlaðnar steintröppur, erfiðar yfirferðar, sérstaklega í rigningu. Þær eru nú eina aðkoman að skólanum fyrir börnin og kennarana sem nágrannarnir segja að helst eigi heima í gasofni. Þessum veruleika stóðum við frammi fyrir í dag og við spurðum:
Góðu tröppurnar til vinstri eru lokaðar fólki með gaddavír en því er ætlað að nota tröppurnar til hægri.
Ísraelar ætla að komast yfir alla Palestínu
Að mati okkar ferðafélaganna leikur ekki nokkur vafi á því að Ísraelsmenn ætla sér að komast yfir alla Palestínu. Engin alvara er að baki yfirlýsingum um að vilji sé til að semja um réttlátan frið. Án utanaðkomandi þrýstings munu Ísraelar ekki gera það. Reyndar nægði það eitt að Bandaríkjamenn létu af stuðningi sínum við Ísrael og þvinguðu þá þannig til stefnubreytingar. Á því er hins vegar lítil von, alla vega í bráð, svo sterkir og áhrifamiklir innan bandaríska stjórnkerfisins eru harðlínu Zíonistar. En hvers vegna leyfa menn sér að fullyrða annað eins og að stjórnvöld í Ísrael vilji ekki semja á forsendum réttlætis?
Í fyrsta lagi bera landránsbyggðirnar þess vott til hvers vilji Ísraela stendur. Á Vesturbakkanum eru nú 176 landránsbyggðir og á Gaza svæðinu eru gyðingar að hasla sér völl. Jafnvel þótt þeir hyrfu algerlega frá Gaza þá er það svæði dauðadæmt að öllu óbreyttu. Og hér er komið að kjarna máls. Öll viðleitni Ísraela miðast að því að brjóta niður allt innra stoðkerfi Palestínu. Þegar ráðist var á Ramallah í upphafi núverandi ofsóknarhrinu, svo dæmi sé tekið, var sú stofnun sem samsvarar Hagstofunni og Tryggingastofnuninni okkar eyðilögð. Þetta var gert til að lama samfélagið. Þegar ráðist hefur verið inn í skóla eru tölvur skipulega eyðilagðar. Áður hefur verið lýst hvernig menntakerfið er lamað með því að torvelda kennurum að komast til vinnu. Ljóst er að sérstök áhersla er lögð á að draga máttinn úr unga fólkinu, torvelda því möguleika á að menntast og afla sér lífsviðurværis.
Á vegunum eru merkingar einvörðungu til byggða þar sem gyðingar búa. Ekki til byggða Palestínumanna! Svona er hægt að halda áfram endalaust. Og ekki má gleyma vatninu. Nánast alls staðar í Palestínu ná Ísraelar undir sig vatninu og selja síðan Palestínumönnum þeirra eigið vatn dýrum dómum. Í
Er að undra að að tekjur í Palestínu hafi dregist saman um þriðjung á undanförnum þremur árum? Er að undra að fjárfestar hafi horfið á braut? Er að undra að þjóðin sé að bugast undan andlegu álagi. Er að undra að Palestínumenn horfi til heimsbyggðarinnar með beiðni um hjálp. En er ekki undarlegt að nánast engin viðbrögð komi við þeirri hjálparbeiðni.