MORGUNBLAÐIÐ LOFAR ANDSTÆÐING "ATKVÆÐAVÆNNA VERKEFNA"
Hinn hægri sinnaði stjórnarflokkur Japans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann sigur í nýafstöðnum þingkosningum í landinu. Forsætisráðherrann, formaður flokksins, Junichiro Koizumi, hrósar sigiri. Það gerir Morgunblaðið á Íslandi líka. Það gleðst yfir sigri japanskra peningafrjálshyggjumanna. Morgunblaðinu er að sjálfsögðu frjálst að fagna þessari niðurstöðu. Ég staðnæmdist hins vegar við orðalag Morgunblaðsleiðarans í gær, sem fjallar um úrslit kosninganna í Japan.
Ástæðan fyrir því að boðað hafði verið til þingkosninga, fyrr en nauðsyn bar, var mikil óánægja innan stjórnarherbúðanna vegna einkavæðingaráforma forsætisráðherrans og bandamanna hans. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra, vill gjarnan vera þekktur fyrir að vera eins konar japönsk karlkyns útgáfa af Thatcher, breska forsætisráðherranum sem undir lok áttunda áratugarins og á þeim níunda var helstur handlangari breska auðvaldsins og hóf aðförina að velferðarþjóðfélaginu – en sú aðför hefur, sem kunnugt er, staðið óslitið fram á þennan dag.
Þetta þykir Junichiro Koizumi hafa verið mjög til eftirbreytni og sérlega aðdáunarvert. Hin umdeildu áform forsætisráðherrans ganga út á að einkavæða japanska póstinn sem jafnframt er risavaxinn banki og fjármálastofnun. Mörgum flokksmönnum Koizumis þótti hann ganga erinda fjármálamanna sem ásælast þessa starfsemi og hvöttu til að þessar ákvarðanir yrðu endurkoðaðar. Flokksformaðurinn gerði þá út menn til að bjóða sig fram gegn hverjum þeim sem dirfst hafði að gagnrýna stefnu hans.
Í kosningunum vann flokkur forsætisráðherrans sigur. Um þetta segir Morgunblaðið, og efast ekki um að einkavæðingaráformin séu til góðs því umbætur heita þau á máli blaðsins: "Ástæða þess að Koizumi rauf þing var að hans eigin flokkssystkin snerust gegn fyrirætlunum hans um að
Þetta er náttúrlega sérlega aðdáunarvert, eða hvað, "að hreisna... út af framboðslistum" þá sem voru á öndverðum meiði við flokksformanninn í þessu tiltekna máli! Póstbankinn virðist hafa tekið þátt í að fjármagna "atkvæðavæn verkefni". Hver skyldu þau hafa verið? Sjúkrahús, samgöngubætur, húsnæði fyrir verkafólk? Ekki segir Morgunblaðið okkur hver þessi verkefni hafi verið. Við fáum að vita það eitt að samfélagið taldi þau vera til bóta. Nú verður allt sem á lýðræðislegan hljómgrunn, er með öðrum orðum atkvæðavænt fyrir bí hjá japanska Póstbankanum!
Óneitanlega er það mótsagnakennt að stjórnmálamenn, sem ráðast gegn því sem er talið vera atkvæðavænt, skuli engu að síður kosnir til áhrifa í samfélaginu. Þetta gerist víðar en í Japan. Víðast hvar er nefnilega kynt undir einkavæðingarfárinu í óþökk meirihlutans - sama meirihluta sem kaus brennuvargana yfir sig. Skýrinigin hlýtur að liggja í blekkingum og auglýsingaglamri.
Verkefni vinstri manna er að stuðla að yfirvegaðri umræðu í samfélaginu. Með því móti aukast á því líkur að kosnir verði til áhrifa stjórnmálamenn, sem fylgja mannvænni stjórnmálastefnu. Slíka atkvæðavæna stefnu þarf með öðrum orðum að