Fara í efni

NORRÆNA SAMSTÖÐUMÓDELIÐ HEFUR SKILAÐ ÁRANGRI

Enda þótt Norðurlöndin séu ekki einsleit er margt áþekkt. Alls staðar hefur verkalýðshreyfingin gegnt mikilvægu hlutverki og alls staðar er viðurkennt að eftirsóknarvert sé að jafnvægi ríki í samfélaginu. Þetta hefur sums staðar farið úrskeiðis í seinni tíð og er það hlutverk samtaka launafólks að sjá til þess að almannahagur sé ekki fyrir borð borinn. Norrænan samvinnuvettvang, hvort sem er Norðurlandaráð eða annar, þarf verkalýðshreyfingin að nýta til hins ýtrasta til að koma á framfæri sjónarmiðum sem eru til þess fallin að efla norræna samfélagsmódelið sem byggir á jafnvægi, jöfnuði, samvinnu og samstöðu en ekki valdboði og hrárri samkeppni. Það er ástæða til að minna á að norræna samstöðumódelið hefur gefið betri árangur hvað varðar efnalegar framfarir en samfélag sem reist er á misrétti.
Fyrrgreindar áherslur komu fram í ályktun norrænnar verkalýðsráðstefnu á vegum NTR, norrænna opinberra starfsmanna, sem fulltrúar BSRB sátu í lok síðustu viku. Nánari frásögn er að finna HÉR og HÉR.