NORSKA RÍKISSTJÓRNIN SÝNIR ÁBYRGÐ Í GATS VIÐRÆÐUM!
Á föstudag skýrði utanríkisráðherra Noregs, norska þinginu frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að draga til baka allar kröfur sem hún hefði áður reist á hendur vanþróuðum ríkjum ( Least Developed Countries, LDC) í GATS viðræðunum . Þetta gerir norska stjórnin áður en ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO hefst í
Fyrir sitt leyti svara talsmenn þróunarríkjanna því að vissulega sé vandi þeirra mikill. Varasamt sé þó að einblína á vanda þróunarríkjanna. Það séu ekki síður hinn ríkari hluti heimsins sem eigi í vandræðum. Hann framleiði einfaldlega of mikið og þarfnist nú nýrra markaða fyrir vörur sínar og þjónustu til þess að geta viðhaldið gróðanum og aukið hann. Ef hins vegar eitthvert jafnræði eigi að komast á verði þróunarríkin að fá ákveðið skjól - væntanlega með tollum á erlendan varning - á meðan framleiðslugreinar heima fyrir eru að styrkja sig í sessi. Ella yrði allt í höndum útlendinga og vandséð hvernig eigi að auka kaupgetu þjóðanna. Við blasi að fjölþjóðlegir auðhringir eignist allt sem einhvers virði er í þeim hluta heimsins sem verst er settur.
Í leiðara sem Rangarirai Machemedze skrifar á heimasíðu SEATINI, The Southern and Eastern African Trade, Information and Negotiations Institute (Stofnun, sem ríki í suður- og austurhluta Afríku komu á fót í tengslum við alþjóðavæðinguna og alþjóðasamninga), víkur hann að þessum þáttum:
"We have been arguing in SEATINI over the past two years that developed countries are in crises. And it is a crisis of profitability caused mainly by overproduction. As they are overproducing goods and services they now find it difficult to sell them since their markets are saturated. Where are the markets now? Of course, in
Hér eru athyglisverðar slóðir fyrir þessa umræðu: