Fara í efni

NORSKA RÍKISSTJÓRNIN SÝNIR ÁBYRGÐ Í GATS VIÐRÆÐUM!

Á föstudag skýrði utanríkisráðherra Noregs, norska þinginu frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að draga til baka allar kröfur sem hún hefði áður reist á hendur vanþróuðum ríkjum ( Least Developed Countries, LDC) í GATS viðræðunum . Þetta gerir norska stjórnin áður en ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO hefst í Hong Kong á þriðjudag. Í Noregi hefur þessu verið fagnað af hálfu þeirra sem eru gagnrýnin á Alþjóðaviðskiptastofnunina, sem hefur það verkefni með höndum, sem kunnugt er, að markaðsvæða heiminn. Það fylgir þó fréttum frá Noregi að margir hefðu vilja að Norðmenn hefðu einnig afskrifað kröfur á hendur öllum þróunarríkjum, ekki aðeins þeim sem verst eru staddar, en almennt ganga kröfurnar út á að þessar þjóðir opni markaði sína fyrir iðnríkjunum. Fyrir sitt leyti vilja þróunarríkin að iðnríkin dragi úr niðurgreiðslum á landbúnaðarvöru þannig að þau eigi auðveldari aðkomu inn á markaði iðnríkjanna. Þetta vilja hin síðarnefndu ekki og þá aðeins með ströngum kröfum um að markaðir þróunarríkjanna verði galopnaðir og auðhringum heimilað að fjárfesta í þriðja heiminum, þar með talið í grunnþjónustu, svo sem í vatni og raforku og einnig velferðarþjónustunni almennt. Hörðust í þessum kröfum eru Bandaríkin og Evrópusambandið.

Fyrir sitt leyti svara talsmenn þróunarríkjanna því að vissulega sé vandi þeirra mikill. Varasamt sé þó að einblína á vanda þróunarríkjanna. Það séu ekki síður hinn ríkari hluti heimsins sem eigi í vandræðum. Hann framleiði einfaldlega of mikið og þarfnist nú nýrra markaða fyrir vörur sínar og þjónustu til þess að geta viðhaldið gróðanum og aukið hann. Ef hins vegar eitthvert jafnræði eigi að komast á verði þróunarríkin að fá ákveðið skjól - væntanlega með tollum á erlendan varning - á meðan framleiðslugreinar heima fyrir eru að styrkja sig í sessi. Ella yrði allt í höndum útlendinga og vandséð hvernig eigi að auka kaupgetu þjóðanna. Við blasi að fjölþjóðlegir auðhringir eignist allt sem einhvers virði er í þeim hluta heimsins sem verst er settur.

Í leiðara sem Rangarirai Machemedze skrifar á heimasíðu SEATINI, The Southern and Eastern African Trade, Information and Negotiations Institute (Stofnun, sem ríki í suður- og austurhluta Afríku komu á fót í tengslum við alþjóðavæðinguna og alþjóðasamninga), víkur hann að þessum þáttum:
"We have been arguing in SEATINI over the past two years that developed countries are in crises. And it is a crisis of profitability caused mainly by overproduction. As they are overproducing goods and services they now find it difficult to sell them since their markets are saturated. Where are the markets now? Of course, in Africa, Latin America and Asia. They want to make profits even if it means using immoral and unorthodox means of penetrating developing countries markets. So the argument still stands and is being confirmed now more openly by the powers themselves, the EU and the US. All WTO members want to see trade talks move but more importantly developing countries want to see a more positive approach, particularly a development approach being taken in the negotiations. For developing countries to be able trade they need to produce and there is no way they can produce if they have capacity constraints. If negotiations are not going to address these capacity constraints then there is no way that developing countries should accept a bad deal."

Hér eru athyglisverðar slóðir fyrir þessa umræðu:

http://www.seatini.org/  

http://www.ipsnews.net/new_focus/wto/index.asp

http://www.world-psi.org/