Fara í efni

NÚ MÁ ENGINN LÍTA UNDAN – MÆTUM Á SUNNUDAGSFUND Í ÞJÓÐMINJASAFNINU UM GAZA

Klukkan tvö á sunnudag verða viðruð gagnstæð viðhorf um hryllinginn á Gaza. Þann hrylling á að ræða alla daga þangað til hann hefur verið stöðvaður.
Á fundinum í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu tala þau Birgir Þórarinsson og Magnea Marinósdóttir en bæði hafa þau starfað í Ísrael/Palestínu.
Þau eru ekki sammála.
En ætla að ræða saman.
Úr heimi stjórnmálanna verður mætt Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og síðan ég.
Við erum ekki sammála.
En við ætlum að ræða saman.
Fundarstjóri er Bogi Ágústssson.
Að loknum erindum geta menn viðrað sjónarmið úr sal eða spurt spurninga.
Ég hvet alla áhugasama að mæta.