Nýlenduherrar koma sér fyrir
Breska blaðið Times skýrir frá því að að fyrrum framkvænmdastjóri Shell olíveldisins muni hafa yfirumsjón með olíuiðnaði Íraka. Þessi frétt er athyglisverð og vert að skoða hana í samhengi við nýja grein frá Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni hér á síðunni þar sem hann fjallar sérstaklega um þjóðerniskennd í Írak og andúð á innrásaliðinu. Inn í þetta fléttast grunsemdir um að ásælni í olíuauðinn eigi sinn þátt í innrásinni. Times segir að olíuiðnaðurinn í Írak verði skipulagður eins og bandarískt stórfyrirtæki. Skipaðir verði framkvæmdastjórar sem lúti stjórn fjölþjóðlegra ráðgjafa. Formaður þeirrar stjórnar verði Philip J. Carroll, fyrrum framkvæmdastjóri Shell. Ráðgjafanefndin standi ábyrg gagnvart Jay Garner, sem stjórnar uppbyggingarstarfi í landinu fyrir hönd Bandaríkjamanna ("reconstruction and humnaitarian assistance" : "uppbyggingar og mannúðrastarfi" en það þótti við hæfi að fá þennan fyrrum hershöfðingja og framkvæmdastjóra einnar vopnaverksmiðjunnar sem gerði árásarvopnin (Patriot og Sparrow eldflaugakerfin), sem notuð voru gegn Írak til að stýra uppbyggingunni að ógleymdri mannúðinni! Þessir aðilar koma nú til með að ákveða afstöðu Íraks innan olíuframleiðsluríkjanna,OPEC. Sjá nánar fréttina í Times þar sem einnig er vísað í Evrópuútgáfu Wall Street Journal, á eftirfarandi vefslóð: http://www.timesonline.co.uk/article/0,,1-658894,00.html