Nýtt braggahverfi?
Sveinn Aðalsteinsson skrifar athyglisverða grein hér á heimasíðuna í dag. Hann færir okkur þær fréttir að á leðinni til landsins séu 1100 braggar, 900 frá Ungverjalandi og 200 f´rá Houston í Texas. getur þetta virkilega verið rétt? Eitthvað minnir þetta á Kreppuna á fyrri hluta síðustu aldar nema hvað nú eru braggarnir tákngervingar atvinnustefnu þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur.
Atvinnuleysi á Austurlandi er nú svipað og fyrir stórðijuátak Framsóknarflokksins en inn hafa verið fluttir mörg hundruð fátækir verkamenn sem Alcoa og undirverktakar níðast á með skipulögðum hætti. Og nú eru braggarnir á leðinni til landsins. Allt er þetta umhugsunarefni. En eitt vil ég leiðrétta hjá ágætum Sveini Aðalsteinssyni. Það er rangt að nær öll verkalýðshreyfingin hafi skrifað upp á þessar framkvæmdir. Það gerði BSRB til dæmis aldrei og eru þar á ferðinni næst stærstu heildarsamtök launafólks á Íslandi.