ORÐ ELSU: EINA VITIBORNA FJÁRFESTINGIN
Þegar Alþingi Íslendinga samþykkti tugmilljóna fjárveitingu til vopnakaupa í manndrápsstríðið í Úkraínu hefði ég viljað heyra eftirfarandi orð Elsu Benediktsdóttur í þingsal. Þau heyrðust því miður ekki þar en birtust á heimasíðu minni hér í dag í lesendabréfi og áður á hennar eigin feisbókarsíðu. Elsa segir á meðal annars:
“Ég ólst upp við að á Íslandi værum við vopnlaus þjóð og var ég afar stolt af því. Í dag vilja ráðamenn okkar setja milljarða árlega í 4 ár til að styrkja hernaðarbandalagið Nató til að halda upp stríði á norðurslóð. Þessi fjárhæð kæmi sér svo sannarlega vel í að styrkja innviði landsins og myndi ekki af veita. En einu sönnu vopnin sem munu vernda okkur á jörðinni er í raun vinátta og eining milli manna og þjóða. Það er eina fjárfestingin sem vit er að leggja í.”
Orð Elsu eru fleiri og má lesa hér: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/vinattu-i-stad-vopna
Spurningin er þá þessi til umhugsunar: Verða einhverjir á Alþingi að afloknum kosningum sem koma til með að tala á þennan veg?
Ég sakna umræðu um stríð og þó aðallega frið í yfirstandandi kosningabaráttu
-----
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.