ORÐ OG ATHAFNIR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA STANGAST Á
Fréttablaðið hefur verið með ágætan fréttaflutning að undanförnu um þróun innan spítalakerfisins. Í föstudagsútgáfunni er að finna athyglisvert viðtal við Jóhannes M.
Þetta minnir mig á baráttu okkar starfsmanna Sjónvarpsins á sínum tíma gegn því að bjóða allt framleitt efni, sem sýna átti, út. Við bentum á að með því móti yrði öll fagþekking smám saman flutt út úr stofnuninni og hún því gerð ófær um að takast sjálf á við annað en einföldustu verkefni. Þetta myndi koma niður á allri framleiðslu í RÚV.
Á sjúkrahúsi er þetta að sjálfsögðu miklu alvarlegra mál. Ég minnist þess þegar vinur minn einn lá banaleguna á Borgarspítalanum í Reykjavík með æxli í höfði. Þá þurfti að aka með hann í sjúkrabíl í einkarekna myndatöku í Dómus Medica þar sem teknar voru hágæða röntgen myndir. Að sjálfsögðu höfðu tækin í Dómus verið borguð af hinu opinbera því sjúklingum og þar með fjármagninu hafði öllu verið beint þangað en ekki inn í sameignar sjúkrahúsið sem fyrir bragðið hafði mun lakari tækjakost. Nákvæmlega þessi þróun er nú að eiga sér stað á fleiri sviðum.
Ef um er að ræða sama frumvarp og sýnt var í sölum Alþingis síðastliðið vor, þá er þetta hárrétt ábending hjá Fréttablaðinu, sem á þakkir skilið fyrir vandaðan fréttaflutning af framvindu þessara mála.
Ég efast í sjálfu sér ekki um góðan vilja Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra. En það má ráðherrann vita, að saman verða að fara orð og athafnir. Frumvarpið frá í vor er ávísun á frekari einkavæðingu, gagnstætt því sem Siv Freiðleifsdóttir boðar. Ljóst er að um frumvarpið munu rísa miklar deilur verði það lagt fram óbreytt.