ORKUPAKKI 3: ÞÖRF Á MÁLEFNALEGRI UMRÆÐU OG ÞAR LÍTI ALLIR Í EIGIN BARM!
Í morgun var ég gestur þeirra Heimis og Gulla í Bítinu á Byljunni að ræða orkupakkann. Þar hvatti ég til þess að forðast ómálefnlegt tal og var ég þá að svara dylgjum Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, sem farið hefur illum orðum um þá sem leyfa sér að gagnrýna orkupakkann sem fyrir dyrum stendur að samþykkja á Alþingi.
En þá þurfum við líka öll að horfa í eigin barm. Til sanns vegar má færa að ég hafi sjálfur farið inn á braut dylgju-umræðu þegar ég í morgun talaði um tengsl af fjölskyldu- og hagsmunatoga. Þetta á ekki að gera nema menn geti fært sönnur á sitt mál. Það hvorki gat ég né gerði. Það er ekki til eftirbreytni og þykir mér það miður. Grunnreglan í mannlegum samskiptum á ekki að vera sú að mönnum sé alltaf ætlað allt hið versta. Hið gagnstæða á að vera leiðarljósið. Svo er líka hitt að með dylgjutali er iðulega komið í veg fyrir að menn njóti sannmælis. Dylgjur og illmælgi eru systur.
Hitt verð ég að segja að öll þessi þróun er þess eðlis að efnisþættir þurfa nú allir að komast upp á borðið og verða öllum sýnilegir. Það er málefnaleg krafa. Og markaðsvæðing orkunnar er svo stórt mál og afdrifaríkt inn í framtíðina að taka þessa umræðu alveg niður í rótina.
Þátturinn er hér: https://www.visir.is/k/fb6aea1a-adec-4639-a5e4-47ec9a113fef-1554712462320