RANNSÓKN STRAX - LÖGGJÖF STRAX!
Mánudaginn 15. febrúar var haldinn fundur í sveitarsjórn Skaftárhrepps. Þrettán liðir voru á dagskrá. Tíundi dagskrárliðurinn lét ekki mikið yfir sér, beiðni frá Suðurorku ehf. um rannsóknarleyfi vegna hugsanlegra virkjana. Eftirfarandi er bókað: „Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að Suðurorku ehf. verði veitt rannsóknarleyfi á vatnasviðum Skaftár og Tungufljóts í Skaftártungu samkvæmt fyrirliggjandi umsókn félagsins til Orkustofnunar."(Sjá: http://klaustur.is/Stjornsysla/Fundargerdir/Sveitarstjorn/?b=1,1217,content_view.html )
En var ekki Landsvirkjun með rannsóknarleyfið þarna áður? Jú, en afsalaði sér því, sbr, http://www.red.is/verkefni-a-islandi/skaftarvirkjun
Suðurorka ehf, er skráð að Túngötu 6 í Reykjavík, þar sem Baugsfyrirtækin voru til húsa og fleiri, en smelli maður á nafnið kemur í ljós að heimilsfang Suðurorku er Brekkustígur 36 í Njarðvík. Sama heimilisfang og HS Orka hefur.
http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/thjonusta/leit?p=2&addr=T%C3%BAng%C3%B6tu+6&expand=0404594729
Myndin verður skýrari en um leið vakna sífellt fleiri spurningar: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/24/magma_a_helming_i_bulandsvirkjun/
http://www.ruv.is/frett/magma-a-thridjung-i-bulandsvirkjun
Ágætur vinur minn sagði að ástæðulaust væri að reyna að gera þetta tortryggilegt. Það væri ekki bannað að reka einkafyrirtæki í orkugeiranum. Það væri heldur ekki bannað að vera í samstarfi við HS orku og þar með Magma Energy. Alls ekki. Því miður.
Íslendingar verða að opna augun fyrir því sem er að gerast í landinu. Við stöndum frammi fyrir þeirri raunverulegu hættu að auðlindirnar renni okkur allar úr greipum. Við eigum fullt í fangi með að endurheimta sjávarauðlindina. Látum ekki stela orkunni frá okkur líka! En hverjir eru að taka hana? Hverjir eru Magma Energy? Hverjir eiga Suðurorku? Hver á vatnsveituna í Vestmannaeyjum, hver ráðstafar heita vatninu á Reykjanesi næstu 130 árin? Hverjir eru bakhjarlarnir, hver er kennitalan?
Allt upp á borðið - rannsókn þarf að fara fram þegar í stað - og búa svo um hnúta að orkuauðlindirnar verði tryggðar í almannaeign.