Fara í efni

RANNSÓKNARSKÝRLSA ALÞINGIS: UPPHAF EN EKKI ENDIR


Gagnrýni í garð Alþingis fyrir sinnuleysi í uppgjörinu eftir hrunið er ekki alls kostar sanngjörn. Rannsóknarskýrslan sjálf er til marks um vilja Alþingis til að kryfja málin til mergjar. Enda þótt ýmsar brotlamir séu á skýrslunni  - og nauðsynlegt er að lagfæra þær - þá er hún mikilvæg af tveimur ástæðum fyrst og fremst að mínu mati. Í fyrsta lagi kortleggur skýrslan umfang misferlis í fjármálaheiminum og tengslum hans við stjórnmálin. Í örðu lagi er skýrslan umræðugrundvöllur fyrir breytt vinnulag í stjórnsýslunni og í stjórnmálum. Hún er þannig upphaf en ekki endir. Rannsóknarvinnunni þarf að halda áfram. Það skortir til dæmis verulega á að upplýst sé um einkavæðingu bankanna en þar leikur grunur á glæpsamlegu atferli á landamærum fjármállífsins og stjórnmálanna.
Mínum viðhorfum hef ég lýst m.a. hér:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20100414T134726&horfa=1 og síðan þingumræða í framhaldi.
http://dagskra.ruv.is/ras1/4501806/2010/04/16/ (Víðsjá í RÚV 16. apríl)
http://dagskra.ruv.is/ras1/4493376/2010/04/24/ (Í Vikulokin RÚV 24. apríl)