RÍKISÚTVARPIÐ KOMIÐ Á RANNSÓKNARBUXUR?
Nýlega sótti ég ráðstefnu um samgöngumál í Mexíkó. Ráðstefnuna sótti ég ásamt starfsmönnum Vegagerðarinnar og einum starfsmanni Innanríkisráðuneytisins. Frá þessari ráðstefnu var ítarlega greint á vefsíðu ráðuneytisins og í ýmsum fjölmiðlum. Ekki er mér kunnugt um að Ríkisútvarpið væri í þeim hópi.
En fréttastofa RÚV reyndist þó ekki með öllu áhugalaus um þessa ráðstefnu. Hún vildi fá að vita hvernig á því stóð að ég hefði yfirleitt sótt þessa ráðstefnu og hvaða kostnað það hefði haft í för með sér fyrir ráðuneytið og þar með ríkissjóð að senda mig á hana. Einnig vildi Ríkisútvarpið fá að vita hvernig tryggt yrði að vitneskja sem ég kynni að hafa aflað á ráðstefnunni yrði varðveitt innan ráðuneytisnis eftir að ég hyrfi úr embætti.
Spurningar RÚV og svör við þeim voru birt á vef Innanríkisráðuneytisins. Sjá hér: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27317
Ég geri ekki heldur athugasemd við að Ríkisútvarpið skuli hefja rannsóknarfréttamennsku sína á mér. Einhvers staðar þarf að byrja. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu.
Hvernig væri að gefa nú skýrslu um ferðir starfsmanna Ríikisútvarpsins? Þannig mætti sýna einlægan vilja í verki. Hvernig væri að Óðinn fréttastjóri gerði grein fyrir sjálfum sér og sinna starfsmanna á undanförnu ári? Páll útvarpsstjóri mætti einnig gefa okkur skýrslu um sig og sína skrifstofu. Þetta er sagt í fullri alvöru.
Síðan væri verðugt rannsóknarefni að kanna ferðakostnað vegna ESB viðræðna, í stjórnsýslu, í ráðuneytum, á Alþingi, í fjölmiðlum, þ.á m. RÚV.
Ríkisútvarpið hefur sagt A. Nú verður varla látið staðar numið? Eða hvað, Óðinn og Páll?