Fara í efni

RÚV OG SPILAVÍTI: UNDARLEGAR MÓTSAGNIR EÐA… ?

Fréttir herma að ríkisstjórnarflokkarnir séu þess fýsandi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera síðan annað tveggja, draga úr dagskrárgerð þar eða láta skattgreiðendur borga meira. Mér skilst að Sjálfstæðisflokkur vilji að stofnunin dragi saman seglin en Framsókn og VG vilji að framlög úr ríkissjóði verði aukin. Hættan þar er að svo verði aðeins tímabundið. Mér býður í grun að hér sé ríkisstjórnin eina ferðina enn fyrst og fremst að þjóna lund Sjálfstæðisflokksins sem vill að einkareknir fjölmiðlar fái auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins í sína vasa.

Á hinn bóginn eru ríkisstjórnarflokkarnir sammála um að reka spilavíti og láta fólk haldið spilafíkn fjármagna byggingar og tækjakaup Háskóla Íslands. Ekkert tal um að klippa á spilavítistekjur og koma þess í stað með stuðning úr ríkissjóði.

Að vísu hafa tugmilljónir verið veittar úr ríkissjóði til að borga rekstraraðilum spilavíta (það er þeim sem reka spilasalina) í skaðabætur fyrir að þurfa að loka spilasölunum vegna Kóvid. Þannig fékk fyrirtækið sem rekur spilavíti (Casínós) Háskóla Íslands 17 milljónir, 121 þúsund 270 krónur í „lokunarstyrk“ á árinu 2020 sem var eins gott, annars hefði verið erfitt að greiða eigendum fyrirtækisins 12 milljónir í arð á því ári. En það tókst, þökk sé ríkissjóði fyrir hönd skattgreiðenda.

Eru þetta mótsagnir eða hefur þetta ekki verið hugsað til enda? Ég vona hið síðara sé rétt.


spilkassa- ársr.JPG

.........................
spila-rekstrareikningur.JPG

spilakassar 2.JPG (1)x

Sjá umfjöllun í DVhttps://www.dv.is/frettir/2022/2/9/fengu-17-milljonir-lokunarstyrk-og-greiddu-12-milljonir-ut-ard-thokk-se-rikissjodi-fyrir-hond-skattgreidenda/