S-HÓPURINN, HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað skýri þær tilfæringar sem nú eiga sér stað við slitin á Samvinnutryggingum. Nokkrar blaðagreinar hafa birst um efnið en tilefnið hefði ég haldið að kallaði á miklu meiri umfjöllun. Ég vona að Fjármálaeftirlitið hafi kannað málið og viðskiptaráðherrann að sama skapi svo hann verði undir það búinn að skýra þessi mál fyrir hönd eftirlitsaðila þegar Alþingi kemur saman. Svo er að skilja að við slit Samvinnutrygginga – sem á sér rúmlega sextíu ára sögu – hafi tuttugu og fjögurra manna fulltrúaráð eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga ákveðið hvaða hópur skyldi fá greidda tugmilljarða króna.
Það er þó ekki aðeins þetta sem vekur athygli. Menn hafa spurt hvort fjármunir Samvinnutrygginga hafi verið notaðir þegar ýmsir innanbúðarmenn í Framsóknarflokknum – S-hópurinn svonefndi - komust yfir Búnaðarbankann þegar Valgerður þáverandi bankamálaráðherra Framsóknarflokksins einkavæddi bankann. Væri svo færi málið að lykta illa. Meginákæran í Baugsmálinu lýtur einmitt að því hvort fjármunir í hlutafélagi hafi verið notaðir í einkahagsmunaskyni takmarkaðs hóps. Um þetta var Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki m.a. spurður í fréttaviðtali í RÚV 18. júní sl.. Þórólfur hefur um langt árabil verið einn af innstu koppum í fjármálabúri Framsóknarflokksins. Án þess að ég geti fullyrt eitt eða neitt um ráðstöfun fjármuna Samvinnutrygginga í þágu flokksgæðinga Framsóknarflokksins þá leyfi ég mér engu að síður að fullyrða að Þórólfur Gíslason hefur eflaust komist nærri því að slá heimsmet í óskammfeilni í framangreindu viðtali. Í viðtalinu kveðst hann ekki átta sig neitt á því hvað átt sé við með S-hópnum! Hann kunni engin skil á honum!! Ætli Ólafur Ólafsson, sem hélt afmælispartí fyrir hundrað milljónir um daginn og Finnur milljarðamæringur, fyrrverandi varaformaður Framsóknar og síðar lykilmaður í VÍS og einkavæddum Búnaðarbanka séu ekki bara tilbúningur? Ætli Þórólfur hafi nokkurn tímann heyrt um þessa menn? Í hans huga eru þeir kannski ekki til, bara svona tilbúningur, eða hvað?
Frétt RÚV og viðtalið við fjármálavesír Framsóknarflokksins fer hér á eftir. Góða skemmtun:
|
|
"Tuttugu og fjögurra manna fulltrúaráð eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga ákvað hvaða hópur skyldi fá greidda tugmilljarða króna við slit félagsins. Ráðið hefur kosið sig sjálft síðan sambandið leið undir lok. |