SAMFYLKINGIN DREIFIR ÓSANNINDUM
Þessi mislægu gatnamót eiga ekki heima í Hlíðunum segir í dreifiriti Samfylkingarinnar sem dreift var í Hlíðunum í gær, daginn fyrir kjördag. Í dreifiritinu er þeim ósannindum haldið fram að Samfylkingin sé ein um andstöðu við mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar "samkvæmt úttekt Ríkissjónvarpsins" . Hvar skyldi hana vera að finna? Hún hefur farið framhjá mér. Það hefur hins vegar ekki farið framhjá mér hvernig
"Hver er afstaða framboðsins til mislægra gatnamóta á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar?
VG telur að mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar sé ekki sú leið sem fara á enda kallar slík aðgerð á keðjuverkun stórbrotinna umferðarmannvirkja við önnur gatnamót þessara umferðaræða. Við teljum ekki að slík margra milljarða króna framkvæmd muni leiða til betra umhverfis, hún mun þvert á móti leiða til meiri mengunar, aukins umferðarhraða og í alla staði óaðlaðandi umhverfis.
Sú aðgerð sem gripið var til að breikka gatnamótin og fjölga akreinum gaf að vissu leyti svigrúm til að fara yfir málefni umferðar í borginni og til að endurhugsa umferð, samgöngur og það umhverfi sem íbúar vilja sjá þróast í borginni sinni. Bæta þarf umferðarleiðir og úrræði sem létta umferð einkabíla af Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Sjá www.hlidar.com
Hér er svo frétt Sjónvarpsins sl. miðvikudag: "Öll framboðin í Reykjavík vilja setja Miklubraut í yfirbyggðan stokk og flest þeirra vilja mislæg gatnamót á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Íbúasamtök þriðja hverfisins eru hins vegar á móti mislægu gatnamótunum. Í íbúasamtökunum eru íbúar af Norðurmýri, Hlíðum, við Hlemm, í Holtum, Suðurhlíðum, Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Samtökin sendu spurningar í níu liðum um málefni hverfisins til allra framboða í Reykjavík. Samtökin hafa barist fyrir því að Miklabraut verði sett í stokk í gegnum allt hverfið að Snorrabraut. Þau framboð sem sendu inn svör voru öll á því að setja ættu Miklubraut í stokk, þó að misjafnt væri hversu langt hann ætti að ná. Þegar spurt var um mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut vildu allir svarendur nema Samfylkingin og Vinstri grænir að slík gatnamót yrðu byggð. Íbúasamtökin eru á móti slíkum gatnamótum á þeim forsendum að þau muni auka enn á umferðarvandann í hverfinu. Samtökin segja í tilkynningu að þau leggi áherslu á að horft verði til framtíðar við lausn umferðarvandans í hverfinu og hafa lagt til að Miklabraut verði lögð í stokk í gegnum allt hverfið að Snorrabraut. Útfærslan á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði miðuð við þá lausn."
Sú aðferðafræði Samfylkingarinnar að dreifa ósannindaáróðri í þann mund sem kjörstaðir opna og þannig að illmögulegt er að koma við leiðréttingum, er með endemum. Samfylkingunni ber að senda frá sér yfirlýsingu þegar í stað og leiðrétta ósannindin. Samfylkingin geri það svo upp við samvisku sína hvort ástæða þyki að biðjast afsökunar. Það hefur verið gert af minna tilefni: