SÁTT ÞARF AÐ RÍKJA UM RÉTTARKERFIÐ
07.10.2011
Eitt umdeildasta sakamál í íslenskri réttarsögu er án efa svokallað Geirfinns- og Guðmundarmál. Í vikunni bárust mér 1.190 udirskriftir með hvatningu um að málið yrði tekið upp að nýju. Um leið var rekinn endahnútur á áralanga báráttu fyrir því að þessu umdeilda máli yrði hreyft því í dag var skýrt frá því að sérstakur starfshópur myndi nú hefja könnun á vinnubrögðum við rannsókn á málinu.
Þetta er mikilvægt skref og markar ákveðin tímamót því um réttarkerfið þarf að rikja sátt.
Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn málsins að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsóninni. Að mínum dómi er það slæmt fyrir réttarkerfið - og varðar þannig almannahag - að sú skoðun sé útbreidd í þjóðfélaginu að réttarkerfið hafi brugðist.
Starfshópinn skipa: Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hans, dr. Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor og yfirsálfræðingur, og Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu. Með hópnum starfar Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu.
Sjá einnig: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27290
Frásögn síðdegisútvarps RÚV: http://dagskra.ruv.is/ras2/4601265/2011/10/07/0/