Sjaldan veldur einn þá tveir deila með sér ávöxtunum
"Í nafni hverra rétti Finnur Ingólfsson upp höndina við gljáfægt harðviðarborðið í haust þegar hann gekk endanlega frá upphæðunum og dagsetningunum sem lengi var togast á um? Beinist reiði forsætisráðherra ef til vill gegn þeim hluthafahópi sem Finnur er fulltrúi fyrir?" Þetta kemur meðal annars fram í pistli Ólínu hér á síðunni í dag en hún veltir því réttilega fyrir sér hvernig á því standi að kastljósum fjölmiðla sé ekki beint að þeim sem sátu handan samningaborðsins, kjölfestufjárfestum þeirra Davíðs og Valgerðar, þegar hinir háu samningar voru gerðir við forsvarsmenn Kaupþings Búnaðarbanka. Ólína segir að athygli veki að Davíð Oddsson nafngreini tiltekna menn en þegi um aðra sem hafi komið að þessum ákvörðunum, t.d. Finn Ingólfsson sem hafi verið " fyrrverandi fulltrúi forsætisráðherrans í æðstu stjórn peningamála í landinu." Hvers vegna er Finnur ekki nefndur á naf. " Kannski vegna þess að Davíð veit, eins og aðrir, að sjaldan veldur einn þá tveir deila með sér ávöxtunum."
sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/thegar-tveir-deila-avoxtun-almennings