Fara í efni

SJÁLFSTÆÐ OG ÖFLUG ALBANESE

Á vegum Sameinuðu þjóðanna eru skipaðir sérstakir erindrekar í mannréttindamálum (á ensku Special rapporteurs eða independent experts) til þess að kanna og setja síðan saman skýrslu um stöðu mála á því sviði sem þeir eru skipaðir til að kanna sérstaklega.

Slíkur erindreki er Francesca P. Albanese, ítalskur fræðimaður á sviði alþjóðalaga.

Í maí árið 2022 var hún skipuð til þriggja ára sem sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna til þess að kanna stöðu mannréttinda á herteknu svæðunum í Palestínu.

Alltaf annað veifið birtast frétir af fudum þar sem Francesca P. Albanese situr fyrir svörum. Eftir því er tekið hve hart er að henni sótt.

Það fer heldur ekki fram hjá neinum hve vel hún stendur sína vakt.

Hér er örstuttur myndbútur sem segir sína sögu:

https://www.youtube.com/shorts/k12E7LuD2_4

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.