SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN DREGUR SÉR BAUG Á FINGUR
Birtist í Morgunblaðinu 07.02.06.
Nú gerist skammt stórra högga á milli í fjölmiðlaheiminum. Ríkisútvarpið undirbýr að halda með hlutafélagið Ríkisútvarpið hf út á markaðstorgið. Á RÚV stýra nú för menn sem leggjast á árarnar með ríkisstjórn og stjórnarmeirihluta í þessu efni. Ég neita því ekki, að heldur óþægilegt var að horfa á menntamálaráðherra og útvarpsstjóra, sem jafnframt færir okkur hinar hlutlausu fréttir Ríkisútvarpsins sem fréttaþulur, í sameiningu kynna þjóðinni og mæra hið umdeilda stjórnarfrumvarp um RÚV í Kastljósi á dögunum. Það háttalag gagnrýndi ég á Alþingi enda um að ræða almannastofnun – ennþá - sem við höfum öll rétt á að hafa skoðun á, auk þess sem við getum komið á framfæri gagnrýni og óskum ef ástæða þykir til. Öðru máli gegnir um markaðsmiðlana svokölluðu. Þeir lúta öðrum lögmálum. Þannig erum við áhrifalausir áhorfendur þegar Baugsmiðlarnir, sem svo hafa verið nefndir vegna eignatengsla við Baugssamsteypuna, reka fréttamenn skýringalaust og ráða nú hvern sjálfstæðismanninn á fætur öðrum í æðstu stjórnendastöður. Björgvin Guðmundsson, fyrrum formaður Heimdallar, var nýlega ráðinn ritstjóri DV, Ari Edwald, áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum og fyrrum framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda er orðinn forstjóri 365 miðla, fyrirtækis sem rekur Stöð 2, NFS, DV og Fréttablaðið. Og til að kóróna allt er Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, nú ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Ari sagði að Þorsteinn byggi yfir ómetanlegu tengslaneti!
Þeir menn sem hér eru nefndir eru prýðismenn og ég efast ekki um heiðarleika þeirra. Hitt er staðreynd að allir koma þeir úr valdakjarna Sjálfstæðisflokksins og þangað liggja þeirra pólitísku tengsl fyrst og fremst. Morgunblaðið spyr í Staksteinum sl. föstudag, hvort stjórnarandstaðan sjái nú ekki að setja þurfi löggjöf um eignarhald fjölmiðla. Ég vil spyrja á móti hvort Morgunblaðinu finnist ekki ástæða til að endurskoða áform um að hlutafélagavæða Ríkisútvarpið. Hlutafélagavæðing mun fyrr eða síðar leiða til sölu fyrirtækisins. En jafnvel þótt það ekki gerðist í bráð þá er hitt staðreynd að með hlutafélagavæðingu myndi stjórnsýslan gerbreytast að því leyti að pólitískt ráðinn útvarpsstjóri fengi nánast alræðisvald yfir mannahaldi og dagskrá, á sama tíma og dregið yrði úr gagnsæi stofnunarinnar. Verkefnið ætti að vera að draga úr heljartökum stjórnarmeirihlutans á Ríkisútvarpinu, bæta hag og kjör starfsmanna, setja stjórnsýsluna í markvissari farveg og stuðla að enn meira gagnsæi en nú er. Allt þetta er hægt að