SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEYKIST Á AÐ TALA SKÝRT OG MÁLEFNALEGA
Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var talsvert niðri fyrir í útvarpsviðtali í dag. Hann beindi sjónum sínum að Vinstri grænum, sagði þau vera rauð í gegn og ábyrgðarleysi að hleypa þeim að stjórnveli landsins.
En hvað
- Að bætt verði kjör tekjulægstu hópa samfélagsins?
- Að reynt verði að auðvelda tekjulitlu fólki að eignast eða leigja húsnæði?
- Að kjör öryrkja verði bætt?
- Að kjör tekjulágra aldraðra verði bætt?
- Að dregið verði úr gjaldtöku í heilbrigði
- Að launamisrétti kynjanna verði útrýmt?
- Að fátækt verði gerð útlæg úr íslensku samfélagi?
- Að tekjulítil heimili geti menntað börn sín og unglinga?
- Að stefnt verði að því að samræma
- Að almannaþjónustan verði bætt?
- Að stuðlað verði að lægra vaxtastigi fyrirtækjum og heimilum til hagsbóta?
- Að opinberum fjármunum verði ráðstafað af ráðdeild?
- Að komið verði í veg fyrir að óprúttnir fjármálamenn geri sér pyngju almennings að féþúfu?
- Að heilbrigðisþjónustan verði ekki einkavædd?
- Að horfið verði frá stuðningi við Bush og Blair í Írak?
- Að einkavæðing vatnsins nái ekki fram að ganga?
- Að einkavæðing raforkunnar verði ekki samþykkt?
- Að byrjað verði að vinda ofan af kvótakerfinu?
- Að aðstöðumunur þéttbýlis og dreifbýlis verði jafnaður?
- Að hætt verði að einkavæða almannaþjónustuna?
- Að komið verði á gjaldfrjálsum leikskóla?
Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn tali