SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKUR Á FRJÁLSHYGGJU-STUTTBUXUM
Heilbrigðisráðherra þjóðarinnar,
Rökin úr heilbrigðisráðuneytinu voru þessi: Ríkið á ekki að standa í smásöluverslun. Þetta eru lúnar hugmyndafræðilegar staðhæfingar en ekki rök, hvað þá þau skynsemisrök sem margir höfðu eflaust vonast til að heyra úr munni nýbakaðs ráðherra.
Því miður var ekki gengið eftir frekari svörum. Ekki var spurt hvort vera kynni að í lagi væri að ríkið annaðist smásölu ef það tryggði neytedum hagstæðara verð og meira vöruúrval en ella yrði. Og ekki var gengið á ráðherrann varðandi þá ábyrgð sem honum er sérstaklega trúað fyrir, það er að segja það sem lýtur að forvarnarmálum. Um þann þátt, lýðheilsuþáttinn var hann ekki spurður að neinu gagni. Það mun hins vegar verða gert á Alþingi ef svo fer að frjálshyggjudeildin knýr það fram að málinu verði þrýst áfram. En dapurlegt er til þess að hugsa að stuttbuxnafrjálshyggja skuli ráða ríkjum í Stjórnarráði Íslands þegar kemur að málum þar sem þörf er á félagslegri ábyrgð.