SKÖPUNARSAGAN OG SUÐURGATAN
Háskóli Íslands efnir til rektorskjörs síðar í þessum mánuði. Frambjóðendur eru þegar farnir að kynna sig með því að vísa í málefni sem þeir brenna fyrir. En það gera kjósendur einnig. Tryggvi Rúnar Björgvinsson, sagnfræðingur og doktorsnemi við skólann, birtir í dag grein á vefmiðlinum visi.is sem hlýtur að teljast harla frumleg.
Um málefnið sem á honum brennur hef ég stundum fjallað á þessari heimasíðu og víðar. Ekki hafa þau skrif hins vegar fengið miklu áorkað nema kannski að hætti dropans sem holar steininn. En meira þarf ef duga skal.
Hver veit nema þurft hafi ritsnilling til að leiða mönnum almennilega fyrir sjónir hver dauðans alvara er á ferðinni þegar æðsta menntastofnun landsins tekur upp á því að líkja eftir Ými, blóðmjólkandi kúna Aðuðhumlu, nema nú er það ekki hún sem er blóðmjólkuð heldur allt aðrir.
Hér er grein Tryggva Rúnars: https://www.visir.is/g/20252698019d/audhumla-i-hamraborg
----------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/